Ég hef verið sviptur kosningarétti!

Á Íslandi eru tæplega fimm þúsund sjómenn, einhverjir eru í styttri
túrum en aðrir hafast við í löngum útiverum á sjó, allt upp í 40 daga.
Á sama tíma er kosið til stjórnlagaþings og er
utankjörfundaratkvæðagreiðsla aðeins opin í 16 daga. Það gefur því
auga leið að margir sjómenn hafa verið útilokaðir frá lýðræðislegri
þátttöku í íslensku samfélagi.

Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að á komandi
stjórnlagaþingi verður fjallað um auðlindir Íslands, sameign á þeim og
nýtingarrétt. Þar með talið fiskinn, grunnstoð atvinnu sjómanna.

Ég er einn þeirra sem er í framboði til stjórnlagaþings. Þá er ég
jafnframt einn af þeim sem hefur verið sviptur kosningarétti, þar sem
ég verð á sjó á kjördag. Veiðiferðin hófst 29. október eða tólf dögum
áður en kosningar hófust og veiðiferðinni líkur ekki fyrr en 28.
nóvember, eða daginn eftir kosningar. Því hef ég ekki einu sinni kost
á því að kjósa sjálfan mig í komandi kosningum.

Það hafa margir sjómenn sett sig í samband við mig og lýst yfir
stuðningi við framboð mitt án þess þó að geta kosið mig. Því er ljóst
að ég mun tapa mörgum atkvæðum, eingöngu fyrir vanhugsaða framkvæmd
kosninganna.

Allt tal um að jafnt vægi atkvæða verður hálf kjánalegt þegar horft er
til þess að ekki sé tryggt að allir landsmenn geti mætt á kjörstað.
Það er óviðunandi að vera útskúfaður frá lýðræðislegri þátttöku sökum
vinnu sinnar.

Nái ég kjöri til stjórnlagaþings mun ég beita mér fyrir því að allir
hafa jafnan rétt til kosninga, óháð búsetu, starfi eða fötlun.

Eyþór Jóvinsson – 3029
Á Vestfjarðamiðum
www.jovinsson.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Ömurlegt

Ég er í sömu stöðu . Fór á sjó 2. nóv kem heim 30.

Við sjómenn erum að verða svona auka pakk.

Einar Örn Einarsson, 22.11.2010 kl. 16:26

2 identicon

Sama hér fór á sjó 4 nóv kem 29 nóv, kv af vestfjarðamiðum.

Árni Freyr Elíasson (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 07:29

3 identicon

Núverandi stjórnarskrá tryggir að þjóðin fái ALLTAF að kjósa, í ÞREMUR tilfellum:

1. Ef forseti neitar að staðfesta lög

2. EF STENDUR TIL AÐ BREYTA ÞJÓÐKIRKJUNNI

3. Ef alþingi vill láta reka forsetan.

Séu lög um þjóðkirkju numin í burtu, er um leið verið að nema brott lög um að þjóðin fái að velja sjálf sinn eigin sið. Það er vanvirðing við íslensku þjóðina, lýðræðishefðina og Vestræna Menningu í heild sinni.

Það var einmitt lítil grein um þetta nýlega í Bókatíðinudum 2010 í tilefni af nýrri útgáfu núverandi stjórnarskrárinnar sem til sölu eru í bókabúðum. Ráðlegg öllum að fá sér eintak. Það á enginn erindi að kjósa um breytingar á stjórnarskrá sem hann hefur ekki nennt að lesa og kynna sér, og ég vara alla við að láta hræðsluáróður frá ólýðræðislegum besserwisserum hafa áhrif á val sitt.
 
Sjálfur er  ég aðskilnaðarsinni, en umfram allt lýðræðissinni, sem virði ekki þá sem bjóða sig fram til að troða einkasannfæringu sinni upp á almenning og vanvirða lýðræðið og þjóðina. 

Jónas (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband